Öflun og framsetning gagna
Haust 2015
The information on this page is also available in English. Þriggja vikna verklegt námskeið sem gefur innsýn í gagnaöflun og myndbirtingu gagna, þróað fyrir nemendur í grunnámi í Háskólanum í Reykjavík í tölvunarfræði. Á námskeiðinu er farið yfir ferlið við að finna gögn, sækja þau og hreinsa, bestu aðferðir við myndbirtingar og hvaða tól eru heppilegust í hverju skrefi.
Að lokum er þessari þekkingu beitt til að útbúa kynningu sem byggir á gögnum sem hefur verið aflað yfir námskeiðstímann. Fyrstu tvær vikurnar eru notaðar í að móta og þróa verkefnið, ásamt því að sitja fyrirlestra. Síðasta vikan fer í að fínpússa kynninguna, með stuðningi kennara.
Kennsluáætlun
Kennslustundir eru milli 09:00 og 12:00 í stofu M102 frá 26. nóvember til 16. desember. Fyrsta kennslustundin er fimmtudaginn 26. nóvember, þar sem farið verður yfir nánari tímasetningar.
Myndritagerð
Skyggnur þessa fyrirkestrar eru fáanlegar sem PDF-skjöl: fyrri hluti og seinni hluti.
- Stutt yfirlit yfir sögu myndrita
- Bestu myndritin
- Verstu myndritin
- Tækni og brögð við hönnun myndrita og tafla
- Nothæfar myndritagerðir (og afgangurinn)
- Að segja sögu með gögnum
- Pre-attentive processing
- Gestalt theory
- Kortarusl
- Að umbreyta lélegu myndriti
- Bera saman, bera saman, bera saman
- Leturnotkun
- Litanotkun
Gagnaöflun - heimurinn sem API
Slæður þessa fyrirlestrar eru fáanlegar sem PDF skjal.
- Afla gagna (skrapa, þefa, spyrja)
- Hreinsa gögn (aðferðir, tól, gerðir)
- Skilningur á gögnum (tól, reikniaðferðir)
- Réttar aðferðir
- Dæmi um gagnaöflun
Stafræn kortagerð
Skyggnur þessa fyrirkestrar eru fáanlegar sem PDF skjal.
- Varpanir
- Skalar
- Litaskemu
- Hólfun gagna
- Samstilling gagna
- Merkingar
- Grunnkort
- Cartogram
- Staðarstilling á korti (localization)
- Gagnaveitur
- Tól
Námsmat
Einkunn verður gefin út frá spurningablaði, hópverkefni og kynningu á því og skriflegri skýrslu. Einkunnin er samsett á eftirfarandi hátt:
Spurningablað (10%)
Kynning
- Hugmynd (8%)
- Framkvæmd og aðferðir (16%)
- Gæði myndrita (32%)
- Gæði og innihald hópverkefnisins og kynningarinnar (24%)
Skýrsla (10%)
- Inngangur
- Svarið: Hver? Hvað? Af hverju?
- Gagnrýnið verkefnið. Gekk ykkur vel? Illa?
- Niðurstaða
- Heimildaskrá
Ætlast er til þess að þú mætir, takir þátt í umræðum og klárir spurningablað, kynningu og skýrslu. Bæði skýrslan og kynningin þurfa að vera á ensku. Áætlaður vinnutími nemenda á námskeiðinu er 150 klst.
Skilafrestur
Þú þarft að skila inn svörum við spurningablaði eigi síðar en 14. desember. Kynningar verða haldnar 15. og 16. desember (þú færð að velja dag og tíma). Allt efni sem notað er á kynningu þarf að vera aðgengilegt kennurum áður en kynningin hefst og vera aðgengilegt í a.m.k. 30 daga. Skýrslunni þarf að skila eigi síðar en 16. desember.
Skilafresturinn er ekki sveigjanlegur: öllu sem er skilað eftir að skilafrestur rennur út verður ekki gefin einkunn.
Kennsluaðferðir
Námskeiðið samanstendur af:
- Fyrirlestrum
- Hópvinnu
- Undirbúningi og kynningu á hópverkefni
- Ritun skýrslu
- Skjölum og bókum sem kennarar mæla með
- Hlaðvarpsþætti sem kennarar mæla með
Í upphafi námskeiðsins verða haldnir fyrirlestrarnir sem munu fara yfir efni kennsluáætlunar. Hópvinna gefur nemendahópum tækifæri til að finna, undirbúa og myndbirta gögnin sem þau munu segja frá í hópkynningunni sinni. Kennarar munu vera á staðnum á uppgefnum tímum til að svara spurningum og leiðbeina nemendum. Skýrslan (u.þ.b. 1.000 orð) mun segja stuttlega frá greiningu gagnanna og myndbirtingu þeirra. Efni það sem kennarar mæla með mun styðja við efnið sem farið verður yfir í fyrirlestrunum.
Hæfniviðmið
Þekking
- Hæstu tindarnir í sögu myndbirtingar á gögnum
- Algeng vandamál við myndbirtingar á gögnum
- Góð vinnubrögð og algeng mistök við myndbirtingu gagna
- Takmörk mannlegrar skynjunar
- Aðferðir við gagnaöflun og gagnasnyrtingu
- Grundvallarhugtök vel gerðra stafrænna korta
- Verkfæri til að smíða myndrit, kort og við gagnaöflun
Leikni
- Velja myndritagerð við hæfi, letur, liti og umbrot
- Velja gagnvirka myndbirtingu við hæfi
- Velja kortavörpun við hæfi, skala, og litaskema
- Velja gagnaöflunarverkfæri við hæfi
- Sækja gögn frá mismunandi gagnaveitum
Hæfni
- Taka hrágögn og skýra þau fyrir áheyrendum með myndritum og kortum
- Beita handvirkum og sjálfvirkum aðferðum við að sækja gögn
- Beita handvirkum og sjálfvirkum aðferðum við að hreinsa gögn
Bækur og hlaðvarpsefni
Eintak af þessari bók er til bókasafni Háskóla Reykjavíkur Edward R. Tufte. 1983. The Visual Display of Quantitative Information. Graphics Press.
Roger D. Peng and Elizabeth Matsui. 2015. The Art of Data Science. Leanpub.
Jonathan Gray et al (eds). 2012. Data Journalism Handbook. O’Reilly.
Hadley Wickham. 2014. Tidy Data. Journal of Statistical Software.
Stephen Few. 2014. Graph Selection Matrix. Perceptual Edge.
Stephen Few. 2010. Our Irresistible Fascination with All Things Circular. Perceptual Edge.
BBC More or Less hljóðvarp.
Data Stories hljóðvarp.